6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Þúsundir fá að labba framhjá kistu Maradona og kveðja hann í dag

Skyldulesning

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata.

Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í gær.

Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Fólk streymir inn og kastar síðustu kveðjunni á Maradona

Búið er að lýsa yfir þriggja sólarhringa þjóðarsorg í Argentínu en þjóðin er í áfalli eftir að Maradona féll frá. Dáðasti sonur landsins eru orð sem á vel við um Maradona. Fólk getur í dag og næstu daga gengið framhjá kistu hans í Casa Rosada.

Löng röð er nú fyrir utan Casa Rosada en fjölskylda hans og nánustu vinir komu þar saman í gærkvöldi til að kveðja hann. Opnað var fyrir almenning að koma inn klukkan 06:00 í morgun og er löng biðröð til að kveðja Maradona.

Myndband af þessu er hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir