3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gos­stöðvum

Skyldulesning

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður.

Þyrlan var á sveimi í grennd við gosstöðvarnar og ekki liðu nema nokkrar mínútur þar til hún var mætt á staðinn. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir komu manninum til aðstoðar.

Maðurinn hafði fundið fyrir einhverri vanlíðan fyrr í dag áður en hann gekk að gosstöðvum að sögn Gunnars. Ekki liggur fyrir grunur um að um gaseitrun hafi verið að ræða. Hann hefur nú verið fluttur til Reykjavíkur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir