9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Þyrla hrapaði er barist var við skógar­elda í Grikk­landi

Skyldulesning

Erlent

Þyrla aðstoðar við slökkvistörf í skógareldunum sem loguðu í Grikklandi í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þyrla aðstoðar við slökkvistörf í skógareldunum sem loguðu í Grikklandi í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Alexander Beltes

Þyrla á vegum slökkviliðsins á eyjunni Samos í Grikkland hrapaði niður í Eyjahaf er unnið var að því að slökkva skógarelda á eyjunni. Fjórir voru í þyrlunni er hún hrapaði.

Samkvæmt fréttaveitu Reuters hefur einum af farþegum þyrlunnar verið bjargað en ekki er vitað um hina þrjá.

Skógareldar eru tíðir á eyjunni og gerast þeir allan ársins hring. Eldar loguðu á eyjunni síðast í mars á þessu ári.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir