10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Þyrlan orðin klár í útkall

Skyldulesning

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, er orðin útkallshæf á ný. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa unnið að skoðun vélarinnar um helgina og lauk viðhaldsvinnu nú á níunda tímanum. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is

Þyrlan hefur verið ónothæf síðustu daga vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar.Verkfallinu lauk á föstudag þegar lög voru sett á verkfallið.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Ásgeir að TF-EIR, önnur þyrla Gæslunnar, yrði sennilega útkallsfær eftir þrjár vikur en hún var í viðhaldi þegar verkfallið brast á í byrjun mánaðar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir