Þýskaland: Bayern skoraði fjögur gegn Dortmund í stórleiknum – DV

0
132

Laugardagur 01.apríl 2023

Getty

Bayern Munchen 4 – 2 Dortmund
1-0 Gregor Kobel(’13, sjálfsmark)
2-0 Thomas Muller(’18)
3-0 Thomas Muller(’23)
4-0 Kingsley Coman(’50)
4-1 Emre Can(’72, víti)
4-2 Donyell Malen(’90)

Bayern Munchen er komið á toppinn í þýsku Bundesligunni eftir leik við Borussia Dortmund í kvöld.

Um var að ræða gríðarlega mikilvægan toppslag en Bayern hafði betur með fjórum mörkum gegn tveimur.

Bayern er nú með 55 stig á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Dortmund eftir 26 umferðir.

Thomas Muller gerði tvö mörk fyrir Bayern í kvöld sem komst í 4-0 áður en gestirnir svöruðu.

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt