4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Til hamingju Ísland.

Skyldulesning

Þetta tókst hjá okkur.

Stjórnvöldum bar gæfa til að grípa snöggt inní, og við sem þjóð höfum virt sóttvarnir með þeim árangri að daglegt líf er aftur að komast í eðlilegt horf.

Og munum að ekkert er verðmætara en þetta daglega, hvort sem virðið er metið út frá samfélagslegum sjónarmiðum eða efnahags.

Þess vegna ber stjórnvöldum skylda til að tryggja að landamærin haldi, og þau halda ekki nema með tvöfaldri skimun og öruggri sóttkví ferðalanga á milli.

Og heimasóttkví er ekki örugg, það er alltaf einhver misbrestur á henni.

Þess vegna eiga stjórnvöld að tryggja lagagrundvöllinn til að hægt sé að skylda alla í örugga sóttkví þó auðvita megi skoða fleiri kosti en sóttvarnahótel.

Getur þetta ekki bara verið hluti af ferðaþjónustunni í hinum dreifðu byggðum, að bjóða uppá örugga sóttkví í friðsælli náttúru??, svo dæmi sé tekið.

En kóvid er ekki búið.

Það er á fullu víða um heim, fjölgun smita í löndum eins og Indlandi og Brasilíu er gróðrarstía stökkbreytinga, aðeins tímaspursmál hvenær vörn núverandi bóluefna brestur.

Og frá Evrópu berast fréttir að breska afbrigðið sé farið að veikja yngra fólk en áður, þetta mátti lesa í frétt frá Þýskalandi í gær;

„Þeir sem hafa lagst inn und­an­farið eru yngri en í fyrri bylgj­um, flest­ir á milli 40 og 60 ára, að sögn Marx. „Þeir þurfa oft að vera í önd­un­ar­vél­um og eiga síðan í langri bar­áttu við eftir­köst Covid-19,“ sagði Marx í sam­tali við AFP og bætti því við að fjórði hver sjúk­ling­ur sem lagst hafi inn lifi ekki af bar­dag­ann við Covid-19.“.

Það er ekkert öruggt fyrr en þjóðin hefur náð hjarðónæmi með bólusetningum, og jafnvel þá þurfum við að passa vel uppá landamærin okkar.

Höfum það hugfast næst þegar einhver krakkinn kemur og segir að það eigi að opna landið fyrir ferðalöngum, að það eigi að taka pappíra gilda en ekki örugga sóttkví.

Það er bara ávísun á nýja bylgju.

En í dag getum við slakað á.

Boltinn er byrjaður að rúlla, og jú eitthvað annað líka.

Er á meðan er.

Njótum.

Kveðja að austan.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir