4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Tilkynning væntanleg um markaðsleyfi fyrir Pfizer

Skyldulesning

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar.

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar.

Ljósmynd/Almannavarnir

Evrópska lyfjastofnunin heldur blaðamannafund síðar í dag vegna þess að hún er að fara að gefa út leyfi fyrir bóluefninu Pfizer. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, greindi frá þessu á upplýsingafundi í morgun og sagði þetta mikil tímamót því um er að ræða fyrsta bóluefnið sem er gefið út í Evrópu við Covid-19.

Hún sagði að bóluefnin muni koma mjög þétt út á næstunni. Gert er ráð fyrir að markaðsleyfi fyrir Moderna verði gefið út 6. janúar. Ekki er heldur langt í að bóluefni frá AstraZeneca og Janssen komi út.

Rúna sagði það mjög mikið fagnaðarefni að úr svona mörgum bóluefnum verður að velja. Hún bætti við að AstraZeneca hafi ágætis virkni sem sé algjörlega ásættanleg. Það sé jafnframt einfalt í flutningum. „Við erum á tímamótum í bólusetningu,“ sagði hún og bætti við að Ísland muni læra af öðrum þjóðum sem eru einnig að fara í umfangsmikla bólusetningu.

Innlendar Fréttir