1.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Tilkynnt um rangan sigurvegara annað árið í röð

Skyldulesning

Verzlunarskóli Íslands. Sigurvíma verslinganna átti eftir að reynast skammvinn.

Verzlunarskóli Íslands. Sigurvíma verslinganna átti eftir að reynast skammvinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Menntaskólinn í Reykjavík mætti Verzlunarskóla Íslands í undanúrslitaviðureign MORFÍs í gær sem endaði með sigri Verzlunarskólans. Fór því eflaust margur verslingurinn í sigurvímu út í páskahelgina.

Sú sigurvíma átti þó eftir að reynast skammvinn.

Seinna um kvöldið var gefin út yfirlýsing frá stjórn keppninnar á Facebook, þar sem úrslitin voru leiðrétt. Innsláttarvilla hafði orðið til þess að gleymst hafði að draga frá refsistig í keppninni sem, þegar leiðrétt var, dugði til þess að taflið snerist við.

Gerðist líka í fyrra

Eins og glöggir muna eftir þá urðu svipuð mistök í MORFÍs-keppni í fyrrasumar, þá í úrslitum. Þá voru mistökin þó leiðrétt þegar í stað, í stað þess að vera tilkynnt klukkustundum síðar.

Á samfélagsmiðlum, til að mynda í ummælum við færslu keppninnar, sem og á Twitter, mátti sjá menntskælinga lýsa ýmist yfir óánægju og ánægju, en aðallega furðu.

Sól­rún Dögg Jós­efs­dótt­ir, formaður skóla­fé­lagsins í MR, sló á létta strengi og líkti mistökunum við talningarmálið í Borgarnesi í alþingiskosningunum í fyrra.

vil nuna ekki heyra mukk i viðbot um vitlausu talninguna i kosningunum siðasta haust #morfis

— sólrún dögg (@Solrunjosefs) April 16, 2022

Þá sagðist Jón Bjarni Snorrason ekki vilja verða á vegi hörðustu Verzló-stuðningsmannanna eftir leiðréttinguna. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir