10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Tillagan um nýtt heiti gerð af góðum hug

Skyldulesning

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Ljósmynd/Aðsend

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, telur tillögu sem Eyþór Lax­dal Arn­alds, odd­viti sjálf­stæðismanna í borg­inni, lagði fram í skipu­lags­ráði í morg­un þar sem nafna­nefnd er falið að breyta heiti Garðastræt­is í Kænug­arðsstræti, gerða af góðum hug.

Hann segir að tillögunni hafi verið frestað, eins og oft sé gert þegar tillögur koma beint inn, en að hún verði tekin fyrir á næsta fundi. Pawel vildi ekki lýsa endanlegri afstöðu sinni til málsins fyrr en það hefur verið tekið fyrir.

Hann segist sjálfur telja að vel fari á því að gert sé meira af því að skýra götur eftir vinaborgum og vinaþjóðum Íslands.

„Ég veit að allar höfuðborgir í Eystrasaltsríkjum eru með annaðhvort Íslands eða Reykjavíkurstræti hjá sér og mér þætti líka fara vel á því að við myndum launa það vináttumerki og hafa sambærilegar götur hér,“ segir Pawel í samtali við mbl.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir