5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Tilraunir Þorgerðar hálf hallærislegar

Skyldulesning

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Mér finnst þessar tilraunir til þess að skilgreina stefnu Sjálfstæðisflokksins í einum málaflokknum á eftir öðrum vera hálf hallærislegar. Við höfum áratugasögu um að vilja virkja kosti einkaframtaksins í heilbrigðismálum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 

Var hann með þessu að svara fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingkonu Viðreisnar, sem áður hafði spurt ráðherrann hvort Sjálfstæðisflokkur styðji raunverulega við einkaframtak í heilbrigðisþjónustu. Spurði hún jafnframt hvort flokkurinn myndi vera „stikkfrí“ í vandanum sem nú steðjar að heilbrigðiskerfinu. Vísaði hún þar til langra biðlista.

Sjálfstæðisflokkur styður einkaframtak

Bjarni sagði að brugðist hefði verið við í málinu. „Ég ætla að koma aðeins til varnar fyrir heilbrigðisráðherra hvað það snertir að ráðherrann hefur lagt áherslu á að við þurfum að forgangsraða fjármunum til þess að leysa vandann inni á spítölunum sem snertir fólk sem á ekki þar lengur heima og hefur fengið úrlausn heilbrigðisvandamála sinna,“ sagði Bjarni og bætti við að hann átti sig jafnframt ekki á fyrirspurn Þorgerðar. 

„Ég átta mig ekki alveg á því hvaðan menn fá hugmyndir um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eitthvað dregið úr áherslum sínum á að það beri að nýta kosti einkaframtaksins í heilbrigðiskerfinu.

Innlendar Fréttir