Cucho Hernández skoraði bæði mörk Watford þegar liðið vann gífurlega mikilvægan 2:1-útisigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
Fyrra mark Hernández kom eftir afskaplega mikið gjafmildi af hálfu Mohamed Salisu í vörn Southampton.
Eftir tæpa sendingu frá Fraser Forster, því næst fremur tæpa sendingu frá Jan Bednarek klykkti Salisu út með allt of lausri sendingu til baka á Forster, Hernández komst inn í hana, fór framhjá Forster og skoraði í autt markið.
Hann bætti við öðru marki sínu með góðu skoti á lofti í nærhornið eftir fyrirgjöf Juraj Kucka.
Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn fyrir Southampton með skoti af stuttu færi en þar við sat.
Mörkin þrjú og öll helstu færin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.