Newcastle vann 2:1-sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Ademola Lookman kom Leicester yfir en tvö mörk frá Brasilíumanninum Bruno Guimaraes sáu til þess að Newcastle fór með sigur af hólmi.
Annað mark Guimaraes kom eftir skelfileg mistök Kasper Schmeichel í marki Leicester en hitt markið var sigurmark á lokasekúndum leiksins.
Tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Newcastle og Leicester var sýndur beint á Síminn Sport.