tilthrifin:-ludradi-vitaspyrnunni-yfir

Tilþrifin: Lúðraði vítaspyrnunni yfir

Neal Maupay fór illa að ráði sínu þegar hann klúðraði vítaspyrnu í markalausu jafntefli Brighton & Hove Albion og Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Vítaspyrnan var dæmd eftir að Sam Byram handlék knöttinn innan vítateigs. Maupay steig á vítapunktinn en þrumaði boltanum yfir markið.

Brighton fékk nokkur dauðafæri til viðbótar í leiknum og þá komst Norwich einu sinni nálægt því að skora þegar Milot Rashica skaut yfir úr kjörstöðu.

Inn vildi boltinn ekki og markalaust jafntefli því niðurstaðan.

Helstu færin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Posted

in

,

by

Tags: