Thomas Partey og Alexandre Lacazette voru á skotskónum hjá Arsenal þegar liðið vann 2:0-sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
Partey kom Arsenal yfir snemma leiks með föstum skalla eftir hornspyrnu Gabriel Martinelli.
Lacazette skoraði svo af miklu öryggi úr vítaspyrnu eftir um klukkutíma leik.
Bæði mörkin ásamt helstu færin í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.