2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Tilþrifin: Schmeichel varði tvö víti frá Zaha

Skyldulesning

Leicester vann 2:1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ademola Lookman kom Leicester yfir eftir stoðsendingu frá Kiernan Dewsbury-Hall. Sá síðarnefndi tvöfaldaði forystuna svo skömmu seinna með einkar fallegu marki.

Palace fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik sem Wilfried Zaha tók. Kasper Schmeichel sá við honum en endurtaka þurfti spyrnuna þar sem leikmenn Leicester voru komnir of snemma inn í teiginn. Aftur varði Schmeichel frá Zaha en í þetta skiptið fylgdi hann á eftir og skoraði með skalla. 

Tilþrifin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Leikur Leicester og Crystal Palace var sýndur beint á Síminn Sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir