tilthrifin:-stongin-og-slain-inn-hja-city

Tilþrifin: Stöngin og sláin inn hjá City

Manchester City og Liverpool gerðu 2:2 jafntefli í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar seinni partinn í dag.

Kevin De Bruyne kom City yfir eftir einungis fimm mínútna leik en skot hans fór af varnarmanni, í stöngina og inn. Diogo Jota jafnaði nokkrum mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold en Gabriel Jesus kom City aftur yfir fyrir hálfleik.

Þegar rétt rúmlega 40 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik jafnaði svo Sadio Mané metin og þar við sat.

Tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Manchester City og Liverpool var sýndur beint á Síminn Sport.


Posted

in

,

by

Tags: