2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Tímabært að skipta um nafn á Akureyrarkirkju

Skyldulesning

Akureyrarkirkja.

Séra Svavari Alfreð Jónssyni, sóknarpresti í Akureyrarkirkju, finnst tímabært að skipta um nafn á kirkjunni. Að komið að því að kalla hana það sem höfundar hennar vildu á sínum tíma: Matthíasarkirkju.

Þetta kemur fram í grein sem séra Svavar skrifar á vefmiðilinn Akureyri.net í tilefni af 80 ára vígsluafmælis kirkjunnar sem var á þriðjudaginn.

„Matthíasarkirkja á Akureyri var byggð sem trúarlegt listaverk. Megi hún halda áfram að vera staðurinn við enda himnastigans, þar sem trúin og listin sameinast í anda mesta listamanns sem bærinn hefur eignast,“ skrifar séra Svavar meðal annars.

Innlendar Fréttir