2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Tímamót hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna

Skyldulesning

Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í húsi verslunarinnar.

Mikil og margþætt tímamót eru í starfi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV), nú þegar 66 eru frá stofnun hans, að því er segir í fréttatilkynningu.

Kemur fram að góð afkoma til margra ára hafi gert sjóðnum kleift að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga og um leið lífeyri þeirra sem þegar hafa hafið töku lífeyris. Þetta gerðist á liðnu hausti þegar réttindi og lífeyrir hækkuðu um 10%.

Þá verður 2022 fyrsta heila árið sem LV starfar eftir nýsamþykktri stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Jafnframt er gert ráð fyrir því að lífeyrisgreiðslur hækki aftur í haust.

Lífeyristaka frá 60 ára aldri

Aukinn sveigjanleiki er við upphaf lífeyristöku, nú frá 60 ára aldri í stað 65 ára. Þá hafa einnig verið aukin makalífeyrisréttindi.  

Auk þess hafa verið innleiddar forsendur um lengri ævi og verða réttindi sjóðfélaga löguð á þeim á þann hátt að sjóðfélagar verði sem minnst varir við breytingar.

Breytingar á starfi sjóðsins eru útskýrðar ítarlegar í árs- og sjálfbærniskýrslu sjóðsins sem kemur út af vefnum live.is.

Heildareignir 1.201 milljarður í lok 2021

Segir í tilkynningunni að heildareignir sjóðsins í lok árs 2021 voru 1.201 milljarður kr. og því 188 milljarða kr. vöxtur á árinu. Þar af 174 milljarða tekjur af fjárfestingum.

48 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins á árinu 2021 og 21 þúsund sjóðfélagar fengu greiddan lífeyri, alls 22,2 milljarða.

Útiloka fyrirtæki sem framleiða tóbak og umdeild vopn

„Á íslenskum verðbréfamarkaði er Lífeyrissjóður verzlunarmanna einn af brautryðjendum til þess nýja veruleika sem blasir nú við fjárfestum af sífellt meiri þunga. Almennt er orðin ráðandi krafa við fjárfestingar í verðbréfum að fjárfestingin uppfylli kröfur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð meðal annars vegna þeirra áskorana sem blasa við vegna loftslagsbreytinga.

Sem liður í því setja fjárfestar eins og LV sér stefnu um útilokun fjárfestinga sem ekki geta fallið að slíkum kröfum og hefur LV samþykkt útilokun fyrirtækja sem meðal annars framleiða tóbak, umdeild vopn og mjög mengandi jarðefnaeldsneyti,“ segir í fréttatilkynningunni.

Segir þá að jafnframt sé í engu slegið af kröfum um áreiðanleika og arðsemi fjárfestinga, þótt sett séu skilyrði um að þær uppfylli sjálfbærnikröfur enda séu fyrirtæki sem ekki huga að sjálfbærni mögulega í verri stöðu til að takast á við áskoranir samtímans.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir