10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Tísta um veðrið

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 26.11.2020
| 23:51

Eldingar eru ekki tíðar yfir Reykjavík. Mynd úr safni.

Eldingar eru ekki tíðar yfir Reykjavík. Mynd úr safni.

Ljósmynd/Aðsend

Höfuðborgarbúar urðu margir hverjir varir við eldingu sem laust niður í grennd við borgina upp úr klukkan 23 í kvöld. Henni fylgdi hávær þruma svo að glumdi vel í efri byggðum.

Þeir sem hafa búið á Íslandi til lengri tíma vita að veður á borð við þetta er ekki algengt. Ef til vill er það þess vegna sem einhverjir gripu til þess að tísta um tíðindin.

Nýjustu sóttvarnaraðgerðir fela í sér að allir sem brjóta sóttkví fá eldingu í hausinn.

— Hafsteinn 📈 (@hafsteinneinars) November 26, 2020

Haglél í svefnherbergisglugganum, rigning í eldhúsglugganum og eldingar og hlið helvítis að opnast í stofuglugganum..allt eðlilegt hér

— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) November 26, 2020

Eldingar á Íslandi, gildir það sama og í Svíþjóð? Taka allt úr sambandi?

Ein stærsta elding sem ég hef upplifað á Íslandi var að lenda nánast í garðinum mínum!!

— Ólöf Anna (@olofanna) November 26, 2020

Íslenskasta fréttin er frétt um að það hafi komið ein elding

— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) November 26, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir