Tíu árum og þremur börnum seinna ákváðu hjónin að láta rannsaka erfðaefni sitt – Niðurstöðurnar urðu þeim mikið áfall – DV

0
85

Celina Quinones er fasteignasali frá Colorado í bandaríkjunum. Hún vakti gífurlega athygli á TikTok þegar hún deildi myndbandi þar sem hún greindi frá því að hún og maður hennar hafi sent erfðaefni sitt til fyrirtækis sem greinir uppruna fólks og hafi niðurstöðurnar verið vægast sagt sláandi. Rúmlega 4 milljónir hafa horft á myndbandið og hafa viðbrögðin verið blönduð.

Celina steig nú fram hjá miðlinum People og opnaði sig um málið.

„Það er mikið af neikvæðum athugasemdum. Það er hræðilegt. Fólk spyr bara – Hvers vegna myndir þú gera þetta? Hvers vegna myndir þú deila þessu? En ég tek öllu með fyrirvara. Ég er fasteignasali svo ég er vön því að verða fyrir stöðugu áreiti svo ég hugsa bara – ah þetta er ekkert mál.“

Ákvað að senda sýni í DNA-rannsókn Celina giftist eiginmanni sínum, Joseph Quinones í júlí árið 2006 aðeins fáeinum mánuðum eftir þau fóru á fyrsta stefnumótið. Eins og eðlilegt er hittust fjölskyldur þeirra í brúðkaupinu en ekkert athugavert kom þar í ljós.

„Við enduðum með að halda brúðkaup og jafnvel þá virtust ömmur okkar mjög líkar, og þeim samdi mjög vel, en ekkert kveikti á neinum bjöllum.“

Eftir 10 ára hjónaband ákvað Celina að senda erfðaefni þeirra hjóna í MyHeritage og fór í kjölfarið að útbúa fjölskyldutré.

„Ég pantaði erfðafræðiprófið. Það kom til okkar og við tókum sýni og sendum í pósti og þetta allt. Svo fengum við niðurstöðurnar og ég skoðaði fjölskyldutréð sem kom í gegnum niðurstöðurnar og þá sé ég hann þarna. Og ég hugsa, ónei.“

Eiginmaðurinn var frændi hennar. Í kjölfarið segist Celina hafa íhugað að slíta hjónabandi sínu.

„Ég var í áfalli og frekar niðurdregin yfir þessu til að vera hreinskilin. En þetta var eftir að við áttum þrjú börn og öll voru þau heilbrigð. Þau eru með 10 fingur og 10 tær, en þetta var bara áfall.

Joseph sagði – Elskan mín, ekki hafa áhyggjur af þessu. Þetta er ekkert stórmál. Hristu þetta bara af þér. Og ég sagði – Ættum við að skilja? Eigum við einu sinni að vera saman? Svo fór ég að hugsa meira og eftir smá tíma þá ákvað ég að við myndum bara vera áfram saman. Það var ekkert sem við gætum gert úr þessu. Blóðtengsl eru ekki að fara að koma upp á milli okkar.“

Veit ekki hversu skyld þau eru Celina tekur þó fram að hún veit ekki nákvæmlega hversu skyld þau eru. Erfðafræðiprófið hafi gefið til kynna að þau væru á skyld einhvers staðar á bilinu þriðja til áttunda ættliði svo það nánasta sem þau gætu verið skyld er að hafa deilt langömmu og langafa.

Celina segir að hún sé enn að rekja ættir þeirra til að reyna að finna tengslin.

Varðandi það hvers vegna hún hafi ákveðið að deila þessu á TikTok segir hún:

„Ég hugsaði bara ekkert út í þetta. Mér datt ekki í hug að þetta færi á svona mikið flug.“

En hún segist samt vera ánægð með athyglina.

„Mér finnst ég frjálsari. Þetta er bara eins og það er. Það er fólk sem elskar alveg sama hvað eða hver svo hvers vegna má ég ekki elska frænda minn óvart?“

Líklega fengi Celina áfall ef hún kæmi hingað til Íslands þar sem það er nokkuð algengt að pör séu skyld á bilinu fimmta til áttunda ættlið. Ætti maður þá að fara að kalla maka sinn frænda eða frænku? Þó skiljanlega setur maður spurningarmerki við það að deila langömmu og langafa.