6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Tíu gær – Enn lækkar nýgengi smita

Skyldulesning

Tíu innanlandssmit urðu í gær. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is.

52 eru nú á sjúkrahúsi og þar af fjórir á gjörgæslu. Þá fækkar enn fremur þeim sem eru í einangrun og í sóttkví hratt þessa dagana. 318 eru í sóttkví og 232 í einangrun með virk Covid-19 smit.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að þrjú smit hefðu greinst en hafa tölulegar upplýsingar á Covid.is síðan verið uppfærðar. Hið rétta er að tíu smit greindust og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.

Innlendar Fréttir