1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Tíu greindust með veiruna innanlands í gær

Skyldulesning

Tíu greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru átta í sóttkví. Nú eru 187 í einangrun með covid-19 hér á landi og fækkar þeim milli daga sem eru með virkt smit. Alls voru tekin 965 sýni í gær og eru nú 667 í sóttkví.

Alls greindust fjórtán með veiruna á landamærum í gær en tólf þeirra bíða niðurstöðu mótefnamælingar, einn reyndist með mótefni og einn með staðfest smit.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.

Í fyrradag greindist 21 með covid-19 innanlands og tveir á landamærum. Höfðu þá ekki fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan 10. nóvember. 13 af þeim 21 sem greindust innanlands í fyrradag voru í sóttkví.

Enn eru 42 á sjúkrahúsi og þar af tveir á gjörgæslu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir