8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Tíu leituðu til fjöldahjálparstöðvar í nótt

Skyldulesning

Frá fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði fyrr í vikunni.

Frá fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði fyrr í vikunni.

Ljósmynd/Guðjón Sigurðsson

Tíu manns leituðu til fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Seyðisfirði í nótt. Það hafði gist heima hjá sér á svæði sem ekki var talin þörf á að rýma í gær en ákvað að leita skjóls á stöðinni. Svæðið var í framhaldinu rýmt.

Þetta segir Guðjón Sigurðsson, formaður RKÍ á Seyðisfirði, var kallaður út klukkan 3.45 í nótt og var mættur á staðinn fimm mínútum síðar. Fljótlega eftir það tók fólkið að tínast inn.

Fólkið fékk kaffi og með því en núna er búið að koma því fyrir á hóteli og í öðru húsi í bænum. Þegar blaðamaður ræddi við Guðjón var einn sofandi í fjöldahjálparstöðinni.

Frá Seyðisfirði.

Guðjón á von á fjölda gesta í dag eins og síðustu daga. „Við erum með mat í hádeginu og aftur í kvöld og á morgun fyrir þetta fólk. Hér er enginn matsölustaður í bænum,“ segir hann.

Maturinn kemur frá ýmsum fyrirtækjum í bænum, auk þess sem von er á mat frá fyrirtæki úr Reykjavík. Allt er á fullu á stöðinni við að undirbúa hádegismatinn þar sem boðið verður upp á bjúgu en sex til átta manns verða þar að störfum í dag. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir