Tíu stærstu starfslokasamningar sögunnar – Milljarðar á milljarða ofan – DV

0
93

Chelsea hefur komið að fimm af tíu stærstu starfslokasamningum fótboltasögunnar, Jose Mourinho hefur í þrígang tryggt sér svakalega samninga við starfsflok.

Jose Mourinho hefur í heildina fengið níu milljarða úr þremur starfslokasamningum á Englandi. Hann hefur að auki fengið stóra starfslokasamniga hjá Chelsea áður og hjá Real Madrid.

Chelsea hefur á þessu tímabili borgað 13 milljónir punda í tvígang til Thomas Tuchel og Graham Potter sem hafa verið reknir.

Aðrir stjórar hafa tekið feita tékka en ljóst er að það getur svo sannarlega borgað sig að láta reka sig úr enska boltanum.

Tíu stærstu starfslokasamningar:
10. Graham Potter, Chelsea – £13m
9. Thomas Tuchel, Chelsea – £13m
8. Fabio Capello, Rússland – £13.4m
7. Luiz Felipe Scolari, Chelsea – £13.6m
6. Nuno Espirito Santo, Tottenham Hotspur – £14m

Mourinho/ GettyImages 5. Jose Mourinho, Tottenham Hotspur – £16m
4. Laurent Blanc, Paris Saint-Germain – £17m
3. Jose Mourinho, Chelsea – £18m
2. Jose Mourinho, Manchester United – £19.6m
1. Antonio Conte, Chelsea – £26.6m

Enski boltinn á 433 er í boði