Tjá sig loksins um brottreksturinn umdeilda – ,,Höfðum trú þar til klukkan 11 á sunnudaginn“ – DV

0
112

Stjórn Bayern Munchen hefur loksins tjáð sig um brottrekstur Julian Nagelsmann sem er ekki lengur stjóri liðsins.

Stjórnarformaðurinn Oliver Kahn og yfirmaður knattspyrnumála, Hasan Salihamidzic, hafa tjáð sig um stöðuna.

Thomas Tuchel var ráðinn til starfa í stað Nagelsmann en stjórn þýska liðsins var búin að gefast upp á Nagelsmann.

,,Við erum með einn besta leikmannahóp Evrópu. Staðan var hins vegar ekki að batna,“ sagði Kahn.

,,Við getum ekki verið ánægðir með frammistöðuna og úrslitin á þessu ári. Við höfum aðeins unnið fimm af síðustu tíu leikjum – það er ekki okkar markmið.“

Salihamidzic bætti við: ,,Við höfðum trú á Nagelsmann alveg þar til klukkan 11 á sunnudaginn.“