-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

„Tjáninga- og fréttafrelsi hampað“

Skyldulesning

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson er ánægður með niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu en dómstóllinn vísaði frá máli Guðmund­ar Spar­tak­us­ar Ómars­son­ar gegn ís­lenska rík­inu.

Guðmund­ur kærði ís­lenska ríkið til dóm­stóls­ins í kjöl­far þess að Hæstirétt­ur sýknaði Sig­mund, sjón­varps­mann og þáver­andi dag­skrár­stjóra Hring­braut­ar, af tveggja millj­ón króna skaðabóta­kröfu vegna meintra meinyrða. 

„Ég er bara afskaplega ánægður og þakklátur. Þetta er náttúrulega mjög mikilvægt fyrir okkur fjölmiðlafólk,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl.is. 

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var sú að eng­in á­stæð­a væri til að ef­ast um að blað­a­mað­ur Hring­braut­ar hefði ver­ið í góðr­i trú um efni um­fjöll­un­ar­inn­ar. 

„Þarna er í rauninni bæði tjáninga– og fréttafrelsi hampað á kostnað krafna af þessu tagi sem Guðmundur leggur fram,“ sagði Sigmundur. En kæra Guð­mund­ar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins byggð­i á því að brot­ið hefði ver­ið á rétt­i hans til frið­helg­i eink­a­lífs. 

„Þetta er búið að kosta okkur töluverðan pening, sérstaklega svona pínulitla sjónvarpsstöð eins og Hringbraut er, og í rauninni merkilegt að hún skuli leggja út kostnað við að verja mál sitt á meðan að stærsti fjölmiðill landsins guggnar og gefur þetta frá sér,“ sagði Sigmundur. 

„En engu að síður, við vildum láta á þetta reyna í nafni tjáningarfrelsis og fjölmiðlafrelsis sem er okkur afar mikilvægt.“ 

Innlendar Fréttir