8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Tjón og umferðaróhapp vegna tjörublæðinga

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 14.12.2020
| 21:38

Tjörublæðingar eru hvimleitt vandamál. Ljósmyndin er úr safni.

Tjörublæðingar eru hvimleitt vandamál. Ljósmyndin er úr safni.

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa borist tilkynningar um tjón á bifreiðum í dag og eitt umferðaróhapp sem rekja má til mikilla tjörublæðinga á vegakaflanum úr Borgarfirði og norður í land.

Fram kemur á facebooksíðu lögreglunnar að við þessar óvenjulegu aðstæður sest tjaran í mynstur hjólbarða bifreiða sem veldur því að aksturshæfni þeirra skerðist. Einnig getur tjaran slest á bifreiðar sem koma á móti.

„Ökumenn eru því beðnir um að aka varlega, fylgjast með hjólbörðum bifreiða sinna og jafnframt að sýna annarri umferð tillitssemi,“ segir á síðunni.

Innlendar Fréttir