7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Togarar fari úr Skápnum

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

Höfnin í Borgarfirði eystra.

Heimastjórn Borgarfjarðar hefur farið þess á leit við sveitarstjórn Múlaþings að unnið verði að lokun svokallaðs Skáps fyrir togveiðum, en þær séu ógn við kjarnastarfsemi brothættrar byggðar. Austurfrétt greindi frá í fyrradag. 

Í frétt Austurfréttar kemur fram að Skápurinn sé eitt af þeim svæðum í landhelginni þar sem togarar mega veiða nær en 12 sjómílur frá landi, og mega þeir veiða allt að sex sjómílum frá landi í Skápnum.

Í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar eystri segi hins vegar að sú ráðstöfun hafi haft í för með sér að á hverju hausti koma togarar og veiða á heimamiðum Borgfirðinga með þeim afleiðingum að heimasmábátar þurfa róa allt að 40 sjómílur til að eiga von á afla.

„Þetta er eina slíka svæðið á landinu sem er svo nálægt sjávarþorpi. Þetta ástand er ógn við kjarnaatvinnugrein brothættrar byggðar.“

Innlendar Fréttir