Tók ekkert tillit til annarra þegar bílnum var lagt – Hefndin var sæt – DV

0
129

Flestir, ef ekki allir, kannast líklega við að hafa orðið pirraðir út í ökumenn sem leggja bílum sínum án þess að taka nokkurt tillit til annarra. Leggja í tvö stæði, upp á gangstétt, í stæði fatlaðra eða bara einhvers staðar þar sem ekki á eða má leggja. Í Portúgal gerði ökumaður einn sér lítið fyrir og lagði bíl sínum á svæði þar sem ekki má leggja í verslunarmiðstöðinni Temperleys Coto Mall. Starfsfólkið þar var komið með nóg af tillitslausum ökumönnum, sem leggja eins og þeim sýnist, og greip til sinna ráða.

Ákveðið var að gera ökumanninum erfitt fyrir við að komast á brott. Innkaupakerrum var raðað allt í kringum bílinn. Það var því stórt verkefni sem bið ökumannsins þegar hann kom aftur að bílnum sínum.

Dagblaðið La Nacion segir að ökumaðurinn hafi verið að flýta sér, var að verða of seinn í bíó, og hafi því lagt ólöglega.

Óhætt er að segja að „slæmur glaðningur“ hafi beðið hans þegar hann kom úr bíóinu.