7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Tók mynd af sér með ný látnum Maradona – Gaf sig fram við lögreglu og óttast um líf sitt

Skyldulesning

Diego Molina sem starfar við að undirbúa lík fyrir kistulagningu og jarðarfarir var rekinn úr starfi eftir að hann tók mynd af sér með líki Diego Maradona í síðustu viku.

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata á miðvikudag í síðustu viku. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu. Fyrir þremur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Molina sá um að koma á heimili Maradona ásamt samstarfsfélögum til að undirbúa Maradona fyrir kistulagningu.

Líkið var svo flutt í Casa Rosada þar sem Molina var með í för til að undirbúa kistulagningu fyrir fjölskylduna. Þar opnaði hann kistuna og lét taka mynd af sér með Maradona, hann seti hönd sína á höfuð hans og lét smella mynd.

Myndin sem um ræðir, búið er að hylja andlit Maradona.

Nú hefur Molina sjálfur gefið sig fram við lögregluna, hann óttast um líf sitt. Stuðningsmenn Maradona hafa ónáðið Molina á heimili hans og þá hefur fjöldi fólks hótað því að taka hann af lífi.

Lögfræðingur Maradona fjölskyldunnar ætlar að sækja Molina til saka. „Þetta er Diego Molina, sá sem tók myndina við kistu Maradona,“ skrifaði Matias Morla lögfræðingur Maradona um málið og birti mynd af Morla.

„Hann var útfararstjórinn. Diego Molina er svínið sem tók mynd af sér með Maradona. Í minningu vinar míns þá mun ég ekki una mér hvíldar fyrr en að hann tekur út sína refsingu.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir