7 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Tók Svein Aron að­eins mínútu að skora og hjálpa OB að sækja þrjú stig

Skyldulesning

Fótbolti

Það tók Svein Aron aðeins eina mínútu að skora í kvöld.
Það tók Svein Aron aðeins eina mínútu að skora í kvöld.
Lars Ronbog/Getty Images

Sveinn Aron Guðjohnsen kom af bekknum hjá OB í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið var 1-0 undir er Sveinn Aron kom inn á, mínútu síðar hafði hann jafnað metin og fór það svo að OB vann 2-1

OB fékk AaB í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jakob Ahlmann kom gestunum yfir á 41. mínútu og þannig var staðan allt fram á 79. mínútu leiksins. Þá jafnaði Sveinn Aron metin en hann hafði aðeins verið inn á vellinum í rúmlega mínútu.

Mikkel Hyllegaard skoraði svo sigurmark OB þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 2-1 lokatölur og OB nú komið upp í 8. sæti deildarinnar með 14 stig.

Innlendar Fréttir