0 C
Grindavik
9. mars, 2021

Tókst að leysa deilur um Jóstedalsjökulsþjóðgarð í Noregi. Lærdómur?

Skyldulesning

Þegar Jóstedalsjökulsþjóðgarður var í undirbúningi í Noregi voru deilur varðandi hann mjög svipaðar og eru hér nú. 

Hingað til lands kom Eric Solheim sem varð formaður þjóðgarðsstjórnar og lýsti þessu á fróðlegum almennum fundi. 

Áður höfðu verið harðar deilur á Stórþinginu um gerð hagkvæmustu vatnsaflsvirkjunar í Evrópu. 

Stækka átti svonefnd Langavatn sem er uppi á hálendinu og steypa hinu virkjaða vatni í gegnum það sem miðlunarlón 1000 metra fallhæði. 

Stórþingið samþykkti að lokum að falla frá þessari virkjun á þeim forsendum að hún skaðaði ímynd jökulsins og þjóðgarðsins. 

Samt sést jökullinn ekki frá vatninu og vatnið sést ekki frá jöklinum!

Þegar þetta er borið saman við Hálslón og Kárahnjúkavirkjun sést, hvernig Norðmenn eru ljósárum á undan okkur í náttúruverndar- og umhverfismálum.

En í hugum margra hér er sennilega full ástæða til þess að forðast að læra neitt af gangi þessara mála í Noregi.  


Innlendar Fréttir