6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Tóku við Hardhaus í Eyjum

Skyldulesning

Hardhaus kemur til Eyja í gær.

Ísfélagið í Vestmannaeyjum tók í gær við nýju uppsjávarskipi sem er keypt frá Noregi. Skipið bar áður nafnið Hardhaus, en fær nafnið Álsey VE 2. Það var smíðað í skipasmíðastöðinni Fitjum í Noregi 2003 og er 68,8 metrar á lengd og 13,83 m á breidd.

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, segir að skipið sé vel búið, hafi verið vel við haldið og gengið vel alla tíð. Ekkert sé að vanbúnaði að halda til veiða á loðnu til hrognatöku eftir helgi og verður Jón Axelsson með skipið á vertíðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, og Jón Axelsson skipstjóri spjalla í brúnni á Álsey í gær. Jón verður með skipið út vertíðina, en hann er annars annar tveggja skipstjóra á Sigurði VE. Þriðja uppsjávarskip Ísfélagsins er Heimaey VE.

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Stefán segir að Ísfélagið sé búið að veiða um tvö þúsund tonn af 13.700 tonna kvóta og verði öll þrjú uppsjávarskip félagsins að veiðum í næstu viku. Áhersla sé lögð á loðnuhrognin á þessari snörpu vertíð. Hann segir að loðna sé víða og gott ástand á henni. Síðasta sunnudag hafi skip verið að veiðum út af Grindavík, við Vestmannaeyjar og á Meðallandsbugt og alls staðar hafi verið góður afli. Í gær hafi Geir á Polar Amaroq orðið var við stóra torfu á Faxaflóa og það séu ánægjuleg tíðindi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir