7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Tölfræði sem Arsenal vill losna við í kvöld

Skyldulesning

Arsenal tekur á móti Wolves í lokaleik dagsins í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Arsenal er fyrir leikinn í 14. sæti deildarinnar og Wolves í því ellefta.

Arsenal hefur ekki gengið vel upp á síðkastið í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fimm í deildinni.

Sóknarleikurinn hjá liðinu hefur ekki gengið eftir sem skyldi. Til að mynda hefur liðið ekki skorað mark úr opnum leik í 7 klukkustundir og 56 mínútur.

Arsenal hefur aðeins skorað níu mörk á tímabilinu. Aðeins Sheffield United, Burnley og West Brom hafa skorað færri mörk. Þá hefur Arsenal ekki skorað svona fá mörk í upphafi tímabils síðan tímabilið 1986/87.

„Þú horfir á þá spila og heldur að þeir séu miðjumoðs lið,“ skrifaði Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal í pistli á SkySports.

Leikmenn Arsenal vilja vafalaust snúa þessu gengi við og það sem fyrst. Þeirra bíða erfitt verkefni á heimavelli gegn Nuno Espirito Santo og leikmönnum hans í Wolves.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir