2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Töluverður samdráttur í þorskafla

Skyldulesning

Mun minna af þorski var landað í febrúar síðastliðinn en …

Mun minna af þorski var landað í febrúar síðastliðinn en í sma mánuði í fyrra. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var rúmlega 198 þúsund tonn í ferbúar og er það rúmlega 122 tonnum meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má rekja til loðnuaflans sem jókst verulega milli ára í takti við útgefnar aflaheimildir og nam loðnuaflinn í febrúar 161.028 tonnum á móti 26.133 tonnum í sama mánuði fyrra.

Ef litið er hjá loðnuaflanum – sem var verulegur í mánuðinum – var heildaraflinn 37.336 tonn í febrúar og minnkaði um 12.716 tonn frá sama mánuði í fyrra, eða um fjórðung. Samdráttinn má að mestu rekja til þorskaflans sem dróst saman um 7.498 tonn.

Þetta má lesa úr bráðabirgðatölum sem birtar hafa verið á vef Hagstofu Íslands.

Minna framboð af þorski kann að hafa haft í för með sér mun hærra verð og hafa verð á þorski og ýsu hafa verið mjög há á fiskmörkuðum það sem af er ári. Hægt er að fylgjast með afurðaverði á undirvef 200 mílna.

Óvissa í mati á aflaverðmætum

Á tólf mánaða tímabili, frá mars 2021 til febrúar 2022, nam heildaraflinn rúmlega 1,4 milljónum tonna sem er 35% meira magn en var landað á sama tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 956 þúsund tonn og botnfiskafli 456 þúsund tonn.

Þá segir að aflaverðmætið hafi verið 25,7% hærra í febrúar síðastliðnum en sama mánuð 2021. Þó er nokkur óvissa tengd útreikningi á verðmæti loðnuaflans og var í tölum Hagstofu Íslands miðað við meðalverð ársins 2021 en þá var framboð mun minna en nú.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir