7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Tölvuþrjótar komust inn í tölvukerfi bandarískra ráðuneyta

Skyldulesning

Tölvuþrjótum tókst að komast inn í tölvukerfi bandarísku viðskipta- og fjármálaráðuneytanna og afla sér aðgangs að hlutum af innra neti þess. Ráðuneytin hafa staðfest þetta. Talið er að tölvuþrjótarnir séu á vegum rússneskra yfirvalda.

New York Times skýrir frá þessu og segir að árásin sé ein sú „fagmannlegasta og kannski sú umfangsmesta í fimm ár“. Fram kemur að svo virðist sem tölvuþrjótarnir hafi haft aðgang að tölvupóstkerfum beggja ráðuneytanna.

Blaðið hefur eftir sérfræðingum í tölvuöryggismálum, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, að næsta víst sé að rússneska leyniþjónustan hafi staðið á bak við árásina. Embættismaður sagði að ekki sé enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið eða hversu miklu magni gagna var stolið. Talið er hugsanlegt að árás tölvuþrjótanna hafi hafist í vor og hafi því staðið yfir stóran hlutan af heimsfaraldri kórónuveirunnar og á meðan kosningabaráttan um forsetaembættið fór fram.

Yfirvöld komust nýlega á snoðir um árásina.

FireEye, sem er eitt stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í netöryggismálum, tilkynnti í síðustu viku að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvukerfi þess. Segir fyrirtækið að þar hafi sömu aðilar verið að verki og brutust inn í tölvukerfi ráðuneytanna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir