4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Tómata- og gúrkuskortur í Bónus

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Illa hefur gengið að fá íslenskar gúrkur í verslunum Bónus undanfarnar vikur. Að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, bendir lítið til annars en að svo verði áfram. „Uppskeran er ekki í eðlilegu horfi og það er ekki alveg ljóst hvers vegna það er að gerast. Í tilkynningu frá sölufélaginu í síðustu viku kom fram að ræktun hafi gengið afburða illa og sé langt undir væntingum. Það eigi þó að breytast með nýju húsi sem tekið verður í notkun á næstunni,“ segir Guðmundur og bætir við að verslunin sé að flytja inn gúrkur frá Hollandi til að mæta eftirspurn.

„Tilkynningaflæðið mætti vera betra frá sölufélaginu. Óánægjan beinist að búðunum, en við erum að auka innflutning til að mæta þessu.“

Aðspurður segir hann ljóst að viðskiptavinir verslunarinnar vilji velja íslenskt. Af þeim sökum sé ekki gott hversu illa virðist ganga að fá íslenskt grænmeti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir