6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Torfi flytur sig yfir í Árbæinn

Skyldulesning

Íslenski boltinn

Torfi Tímoteus Gunnarsson er kominn í appelsínugula búninginn.
Torfi Tímoteus Gunnarsson er kominn í appelsínugula búninginn.
Twitter/@fylkirfc

Fylkismenn hafa fengið liðsstyrk úr Grafarvoginum því Torfi Tímoteus Gunnarsson er mættur í Árbæinn frá Fjölni.

Torfi skrifaði undir samning til tveggja ára við Fylki. Hann er 21 árs miðvörður sem lék sína fyrstu leiki í úrvalsdeild árið 2017.

Torfi er uppalinn hjá Fjölni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril utan ársins 2019 þegar hann var að láni hjá KA á meðan að Fjölnir lék í næstefstu deild. Hann hefur því leikið fjögur síðustu tímabil í efstu deild.

Torfi kom hins vegar lítið við sögu hjá Fjölni á síðustu leiktíð, þegar meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá honum. Hann lék aðeins sex leiki, þar af fjóra í byrjunarliði. Fjölnir féll úr Pepsi Max-deildinni en Fylkir endaði í 6. sæti og var í harðri baráttu um Evrópusæti þegar mótið var blásið af.

Torfi á að baki 29 leiki með yngri landsliðum Íslands, þar af níu með U21-landsliðinu.

Fjölnir gekk fyrr í vikunni frá samningi við tvo leikmenn sem munu spila með liðinu í Lengjudeildinni. Hinn fjölhæfi og reynslumikli Dofri Snorrason kom frá Víkingi R. og sóknarmaðurinn Andri Freyr Jónasson kom frá Aftureldingu þar sem hann var fyrirliði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir