5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Tottenham hafði betur síðast (myndskeið)

Skyldulesning

Tottenham Hotspur vann síðasta Norður-Lundúnaslag, þegar liðið hafði betur gegn Arsenal, 2:1, á Tottenham Hotspur-vellinum á síðasta tímabili.

Fyrri grannaslagurinn það tímabilið endaði með 2:2 jafntefli á Emirates-vellinum. Athyglisvert er að sjá að í þeim leik voru bæði lið með aðra knattspyrnustjóra; Arsenal með Unai Emery við stjórnvölinn og Tottenham með Mauricio Pochettino.

Í myndskeiðinu er farið yfir báða leiki síðasta tímabils þar sem óhætt er að segja að dramað hafi aldrei verið langt undan.

Innslagið má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

Innlendar Fréttir