8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Tottenham missti af stigum í toppbaráttunni

Skyldulesning

Cheikhou Kouyate og Harry Kane eigast við í dag.

Cheikhou Kouyate og Harry Kane eigast við í dag.

AFP

Crystal Palace og Tottenham skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Úrslitin þýða að Liverpool fer eitt á toppinn með sigri á Fulham síðar í dag.

Tottenham byrjaði mun betur og komst yfir á 23. mínútu með marki frá Harry Kane. Markið kom nánast upp úr þurru en framherjinn lét vaða af löngu færi og boltinn fór nánast í gegnum Vicente Guaita í marki Palace.

Staðan var 1:0 allt þar til á 81. mínútu þegar Jeffrey Schlupp jafnaði með marki af stuttu færi eftir að Hugo Lloris í marki Tottenham missti boltann frá sér eftir fyrirgjöf.

Tottenham var líklegra til að skora á lokakaflanum en Guaita bætti upp fyrir mistökin í markinu og varði nokkrum sinnum glæsilega og var maður leiksins.

Tottenham er enn í toppsætinu, nú með 25 stig, en Liverpool fer eitt á toppinn með sigri síðar í dag. Crystal Palace er í 11. sæti með 17 stig.

Innlendar Fréttir