4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Tottenham tyllir sér á toppinn

Skyldulesning

Tottenham tók á móti Arsenal í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Fyrra mark Tottenham skoraði Heung-Min Son eftir stoðsendingu frá Harry Kane á 13. mínútu. Þetta var tíunda stoðsending Kane á leiktíðinni.

Harry Kane skoraði síðara mark Tottenham í uppbótartíma fyrrihálfleiks eftir stoðsendingu frá Son. Var þetta mark númer 250 á ferli Kane.

Rúnar Alex Rúnarsson var ónotaður varamaður hjá Arsenal.

Eftir leikinn er Tottenham á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 11 leiki. Arsenal er í 15. sæti með 13 stig eftir 11 leiki.

Tottenham 2 – 0 Arsenal


1-0 Heung-Min Son (13′)


2-0 Harry Kane (45+1′)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir