8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Tottenham vann Norður-Lundúnaslaginn

Skyldulesning

Harry Kane og Son fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum …

Harry Kane og Son fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum í dag.

AFP

Tottenham tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið sigraði erkifjendur sína í Arsenal 2:0 í Norður-Lundúnaslagnum í dag.

Tottenham komst yfir á 13. mínútu. Þá fékk Son boltann frá Harry Kane við miðjulínuna. Son fékk að leika óáreittur í átt að teig Arsenal-manna og lét svo algjörlega frábært skot ríða af fyrir utan teig sem endaði í bláhorninu, óverjandi fyrir Bernd Leno.

Á fyrstu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks tvöfaldaði Tottenham forystu sína. Arsenal var þá í álitlegri sókn en misstu boltann. Tottenham geystist þá í sókn þar sem Giovani Lo Celso kom boltanum á Son, sem lék með hann inn í teig og lagði hann svo á Kane sem kláraði stórkostlega í nærhornið með bylmingsskoti í þverslánna og inn.

Arsenal spilaði öllu betur í síðari hálfleik og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora. Sérstaklega var Alexandre Lacazette nálægt því í tvígang, en í bæði skiptin varði Hugo Lloris fína skalla hans vel.

Tottenham vörðust feiknarlega vel í leiknum og komst Arsenal lítt áleiðis þrátt fyrir ágætis tilraunir. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 2:0.

Tottenham er þar með búið að endurheimta toppsætið af Chelsea, sem komst í efsta sætið með sigri gegn Leeds í gær. Liverpool getur svo jafnað Tottenham að stigum með sigri gegn Wolves síðar í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir