Tottenham vill fá Raphinha aftur til Englands – Arsenal fylgist enn með gangi mála – DV

0
134

Mirror heldur því fram að Tottenham hafi áhuga á að krækja í Raphinha frá Barcelona í sumar.

Brasilíski kantmaðurinn hefur aðeins verið hjá Börsungum í eitt ár. Félagið keypti hann frá Leeds á 55 milljónir punda.

Á þeim tíma hafði Raphinha verið sterklega orðaður við Arsenal. Barcelona hafði þó að lokum betur.

Samkvæmt Mirror fylgjast Skytturnar þó enn með gangi mála hjá Raphinha, sem og Newcastle.

Á þessari leiktíð hefur Raphinha komið að ellefu mörkum fyrir Barcelona, skorað sex og lagt upp fimm í La Liga.

Gengi hans hefur heillað Tottenham, sem þarf heldur betur að styrkja sig í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði