Lögreglan nýtur mikils trausts hjá almenningi samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Spurt var um traust til fjórtán stofnana og embætta en 78 prósent aðspurðra sögðust treysta lögreglunni og fékk hún næstbestu útkomuna að þessu sinni. Aðeins Landhelgisgæslan nýtur meira trausts, samkvæmt könnuninni
Gallup hefur kannað traust til ýmissa stofnana um árabil, en traust almennings til lögreglunnar var 72 prósent við samskonar mælingu árið 2021 og hefur því hækkað um 6 prósentustig á milli ára.
Niðurstöðurnar eru úr netkönnun, sem Gallup gerði í síðasta mánuði. Heildarúrtaksstærð var 1.637 einstaklingar en þátttökuhlutfall var 51,3 prósent.