4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Trúfélög fá 280 milljónir á meðan Landspítalinn þarf að skera niður – „Ömurlegt“

Skyldulesning

Vantrú, félag trúleysingja, mótmælir því harðlega að hækka eigi framlög til trúfélaga á sama tíma og verið er að skera niður í mikilvægum málaflokkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í nefndaráliti vegna fjárlaga fyrir árið 2021 er ákvæði þar sem lagt er til að sóknargjöld verði hækkuð. Áætlað er að með þessari breytingu hækki framlög til trúfélaga um 280 milljónir króna. Greint hefur verið frá því að sett verði aðhaldskrafa upp á 400 milljónir til Landspítalans á næsta ári. Vantrú segir það ömurlegt að trúfélög fái 280 milljónir á sama tíma.

„Trúfélög ættu auðvitað helst að vera rekin án aðkomu ríkisins, en á meðan settar eru aðhaldskröfur á heilbrigðisstofnanir er skammarlegt að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga,“ segir Vantrú í tilkynningunni. „Það er ömurlegt að þingmenn á borð við Willum Þór Þórsson fullyrði í fjölmiðlum að á næsta ári verið bara skorið niður um 400 milljónir hjá Landsspítalanum á meðan það er hægt að gefa Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum árlega 280 milljónir til viðbótar.“

Þá bendir Vantrú á það hver fulltrúi VG er í nefndinni. „Það er einnig ótrúlegt að fulltrúi VG í nefndinni, Ólafur Þór Gunnarsson, sem er læknir, telji það eðlilegt að hækka framlög ríkisins til reksturs trúfélaga um leið og framlög ríkisins til reksturs heilbrigðiskerfisins eru skorin niður,“ segir Vantrú. „Í könnunum sem hafa verið gerðar um forgangsröðunar fjármála ríkisins setja landsmenn heilbrigðismál í fyrsta sæti og trúmál í neðsta. Við vonum innilega að þessi tillaga nefndarmanna verði felld á Alþingi enda örugglega í engu samræmi við vilja þjóðarinnar.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir