4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Trump sagður reiður, vænissjúkur og í afneitun

Skyldulesning

Peter Baker, greinahöfundur í New York Times, sagði í gær frá því á vefsíðu blaðsins að Donald Trump hafi síðan úrslitin í kosningunum 3. nóvember síðastliðinn lágu fyrir dregið sig meira til hlés en áður. Samkvæmt heimildarmönnum blaðamannsins innan Hvíta hússins sýnir Trump einkenni þunglyndis, mætir lítið til vinnu og hunsar þau stóru og miklu verkefni sem þarf að vinna í tengslum við baráttunni gegn Covid-19 faraldrinum. Hann hefur, hins vegar, verið virkur á Twitter, en í síðustu viku birti hann 145 tíst á samfélagsmiðlinum þar sem hann skammaðist út í niðurstöður kosninganna, sagði þær rangar og varpaði fram ósönnuðum ásökunum um kosningasvindl. Sömu heimildir segja að dagskrá forsetans hafi verið hreinsuð nema hvað varðar samtöl og fundi sem varða örvæntingarfullar tilraunir hans til þess að breyta niðurstöðum kosninganna, með einhverjum hætti.

New York Times segir lokavikur Trumps í embætti minna meira á ævintýralegur sögur úr fortíðinni eða skáldskap. „Reiði hans og neitun að viðurkenna tap sitt vekja upp minningar af fjarlægum yfirmennum í umsetnu borgríki sem rígheldur í völd sín og neitar að gefast upp,“ skrifar Peter.

The only thing more RIGGED than the 2020 Presidential Election is the FAKE NEWS SUPPRESSED MEDIA. No matter how big or important the story, if it is even slightly positive for “us”, or negative for “them”, it will not be reported!

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2020

RIGGED ELECTION!

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2020

Í gærkvöldi mætti Donald Trump svo á fjöldafund í Georgíu og hafði ekki fyrr lokið máli sínu þegar fréttir fóru að berast af símtali milli Trumps og ríkisstjóra Georgíu þar sem forsetinn hvatti ríkisstjórann til þess að kalla ríkisþingið saman og samþykkja að kjörmenn ríkisins yrðu skipaðir af þinginu, sem Repúblikanar stjórna.

Á fundinum í Georgíu sagði Trump: „Þið vitið að ég vann Georgíu, [innsk. blaðamanns: hann tapaði],“ og bætti við að hann hefði unnið fleiri ríki, þar sem hann í raun tapaði. „Þau stálu og svindluðu í kosningunum,“ sagði forsetinn, „en við munum sigra.“

Grein Peters Baker má nálgast í heild sinni hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir