Trump sekur um kynferðisbrot og meiðyrði – DV

0
90

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn blaðamanninum E. Jean Carroll, samkvæmt niðurstöðu kviðdóms í New York í einkamáli Carroll gegn Trump. Kviðdómurinn tók sér aðeins nokkrar klukkustundir í að komast að niðurstöðu. Forsetinn fyrrverandi er þannig dæmdur sekur um kynferðislega misnotkun, ekki nauðgun eins og sóst var eftir.

Trump er gert að greiða Carroll 5 milljónir dala eða um 680 milljónir íslenskra króna. Trump er jafnframt fundinn sekur um meiðyrði í garð Carroll í október árið 2022 og er Trump gert að greiða 280 þúsund dali í bætur vegna þessa eða rúmlega 38 milljónir íslenskra króna.

Carroll kærði Trump fyrir nauðgun árið 1996 í mátunarklefa í verslun Bergdorf Goodman.

Trump segir dómsniðurstöðuna til skammar og segist ekki hafa hugmynd um hver Carroll er.

„Þessi niðurstaða er til skamm­ar, áfram­hald af stærstu norna­veiðum allra tíma,“ skrif­ar Trump í hástöfum á miðlinum Truth Social.

„Ég hef gjör­sam­lega enga hug­mynd hver þessi kona er.“