-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Tryggðu sér sæti á stórmóti í fyrsta skipti síðan 1998

Skyldulesning

Karlalandslið Skotlands tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer á næsta ári eftir sigur á Serbíu eftir vítaspyrnukeppni í gær. 22 ára bið liðsins eftir sæti á stórmóti er því á enda.

Skotar enduðu í 3. sæti I-riðils  og tryggðu sér þannig sæti í útsláttarkeppni keppninnar. Sigrar á Ísrael í undanúrslitum og Serbíu í úrslitum tryggðu EM sæti Skota.

Skotar verða í riðli með Króatíu, Tékklandi og nágrönnum sínum frá Englandi í lokakeppni EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu næsta sumar.

Það má því búast við rafmögnuðu andrúmslofti á Wembley þann 18. júní 2021 þegar fram fer grannaslagur Englands og Skotlands.

Karlalandslið Skotlands átti síðast sæti á stórmóti árið 1998. Það var á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Þar endaði liðið í seinasta sæti síns riðils sem innihélt lið Brasilíu, Noregs og Marokkó.

Innlendar Fréttir