8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Tryggvi Eðvarðs að Fanneyju í Hrísey

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 7.12.2020
| 12:51

Tryggvi Eðvarðs SH mun fá nafnið Fanney EA nú þegar báturinn verður gerður út af Hrísey Seafood.

Ljósmynd/Vigfús Markússon

Hrísey Seafood hefur fest kaup á bátnum Tryggva Eðvarðs SH. Hyggst fyrirtækið gera bátinn út frá undir nafninu Fanney EA 48 og mun hann stunda veiðar með línubölum.

Fyrir gerir Hrísey Seafood út beitingavélabátinn Straumey EA og dragnótabátinn Ísey EA. Fyrirtækið rataði í fréttir fyrr á árinu er altjón varð þegar eldur kviknaði í fiskvinnslu fyrirtækisins á Hrísey.

Fram kemur í umfjöllun Aflafrétta að unnið sé að því að koma á laggirnar beitingaaðstöðu í Hrísey sem mun þjónusta bátinn.

Þá segir að Tryggvi Eðvarðs hafi oft verið með aflahæstu smábátum á landinu en Nesver ehf. hefur gert hann út frá árinu 2010. Nesver lagði bátnum í haust og festi kaup á Hafdísi SK, sem er ekki skráð SH eins og aðrir bátar Nesvers.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir