8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Tryggvi hafði betur gegn Hauki en frestað hjá Elvari

Skyldulesning

Tryggvi Snær Hlinason hafði betur gegn Hauki Helga Pálssyni er lið þeirra, Casademont Zaragoza og Morabanc Andorra, mættust í spænska boltanum í kvöld.

Lokatölurnar urðu 98-83 eftir að Zaragoza var 55-46 yfir í hálfleik. Zaragoza tók völdin frá fyrstu sekúndu og lét forystuna aldrei af hendi.

Haukur Helgi Pálsson skoraði átta stig fyrir Andorra en að auki tók hann þrjú fráköst. Andorra er í 9. sæti spænska boltans.

Tryggvi Snær gerði níu stig og tók fimm fráköst í liði Zaragoza sem er í 15. sætinu.

Elvar Már Friðriksson og félagar í litháenska liðinu, Šiauliai, áttu að spila bikarleik en þeim leik var frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum liðsins.

Innlendar Fréttir